Heimsins besti kjúklingurPrenta

Ég held að ég hafi mögulega verið að borða mína allra bestu og einföldustu máltíð í langan tíma. Kjúklingaréttur sem tók mig innan við 5 mínútur að útbúa og inniheldur aðeins 5 hráefni, að kjúklingnum meðtöldum.

Niðurstaðan er mjúkur, safaríkur og ótrúlega bragðgóður kjúklingur með sætu sinnepsbragði. Hentar vel bæði hversdags sem og um helgar. Frábær máltíð með stóru F-i!

2013-01-25 18.16.332013-01-25 17.24.512013-01-25 18.08.24

Heimsins besti kjúklingur
4 kjúklingabringur
1/2 bolli (100 ml) dijon sinnep
1/4 bolli hlynsýróp
1 msk rauðvínsedik
salt og pipar
rósmarín, ferskt eða þurrkað

Aðferð

  1. Stillið ofninn á 220°c.
  2. Blandið saman sinnepi, sýrópi og ediki, smakkið til, ef ykkur finnst of mikið sinnepsbragð bætið meira af sýrópi saman við.
  3. Setjið kjúklinginn í ofnfast mót og hellið blöndunni yfir hann.
  4. Saltið og piprið.
  5. Látið inní ofninn í 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  6. Stráið yfir söxuðu rósmaríni.
  7. Gott að bera kjúklinginn fram með hrísgrjónum og góðu salati.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *