Mozzarella kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum, salami og valhnetum

Home / Fljótlegt / Mozzarella kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum, salami og valhnetum

Þetta er svona “guilty pleasure” réttur sem smellpassar með góðu rauðvínsglasi. Bráðinn mozzarella, sólþurrkaðir tómatar, valhnetur og það sem setur punktin yfir i-ið góð salami. Prufið þennan!

Algjört gúrm!

 

Mozzarella kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum, salami og valhnetum
Fyrir 4
4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
hunangs grillolía, t.d. frá Caj P.
hvítlauksduftsalt og pipar
2 kúlur mozzarellaostur
70 g salami
hakkaðir sólþurrkaðir  tómatar, t.d. frá Paradiso
1 dl valhnetur

Kryddsósa
2 dl sýrður rjómi
1 hvítlauksrif, pressað
fersk steinselja, söxuð
salt og pipar

  1. Penslið ofnfast mót með olíu.
  2. Skerið um þrjá cm skurði í kjúklingabringurnar og setjið í mótið. Penslið kjúklingabringurnar með hunangsgrillolíunni og kryddið með hvítlaukskryddi salti og pipar.  Setjið í 225°c heitan ofn í 10 mínútur. Takið út ofni.
  3. Skerið mozzarellaostinn og salami í sneiðar og setjið í skurðina á kjúklinginum. Stráið hökkuðum sólþurrkaða tómata og saxaðar valhnetur yfir kjúklinginn. Setjið aftur inn í ofn í 25 mínútur.
  4. Gerið kryddsósuna með því að blanda öllu saman og hræra. Gott að láta hana standa aðeins áður en hún er borin fram.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.