Crianza, Reserva og Gran Reserva, hvað þýðir þetta allt saman? Það er ekki ólíklegt að þú hafir séð þessi heiti framan á flöskum í Vínbúðinni án þess að átta sig á merkingunni.  En þetta er í stuttu máli sagt leið sem Spánverjar hafa notað til margra ára til að greina frá hvernig og hversu lengi vínið hefur látið eldast. Hér er meira verið að tala um gæðin heldur en stílinn á víninu.

Crianza: Vínið látið eldast í eikartunnu í eitt ár
Reserva: Vínið látið eldast í tvö ár, eitt af þeim í eikartunnu og eitt ár í flöskunni
Gran Reserva: Vínið látið eldast í fimm ár, tvö af þeim í eikartunnu og þrjú ár í flöskunni.

 

 

Campo Viejo Gran Reserva 4.5*
Þetta er eitt af þeim vínum sem alltaf er hægt að hafa með góðri steik. Ég skellti mér í búðarleiðangur til að ná mér í steik og með’í en áður en ég gerði það þá tók ég Campo Viejo Gran Reserva úr vínrekkanum (alltaf til í rekkanum) og umhellti.

Þegar ég kom heim skellti ég á mig svuntunni, hellti smá af víninu í glas og byrjaði að elda. Vínið varð betra og betra með hverjum sopa og þegar það var bragðað með steikinni var það fullkomið. Klassískt vín úr Rioja héraði sem hægt að treysta á og klárlega eitt af mínum uppáhalds. Verð 2.799 kr. í vínbúðinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.