Geggjað brokkolísalat með eplum og beikoni

Home / Meðlæti / Geggjað brokkolísalat með eplum og beikoni

Nú þegar grillvertíðin fer að hefjast er við hæfi að koma með uppskrift að meðlæti sem smellpassar með grillmatnum og þið munuð elska. Ég hef nú reyndar notað þetta sem meðlæti í allan vetur með kjúklingabringunum eða lambalærinu – alltaf vekur þetta jafn mikla lukku.

Uppáhalds meðlætið!

 

Brokkolísalat með eplum og beikoni
1 brokkolí, saxað gróflega
1 rauðlaukur, saxaður smátt
2 epli, afhýdd og skorin í litla bita
3 msk sólblómafræ
1-2 msk rúsínur
8 sneiðar beikon, eldað stökkt

Dressing
1 dós 18% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
2 msk majones
1-2 msk hvítvínsedik
1-2 msk sykur
salt

  1. Setjið skorið brokkolí í skál og hellið sjóðandi vatni yfir.
  2. Látið standa í 5 mínútur og hellið þá vatninu frá og blandið lauk, epli, sólblómafræ og rúsínum saman við.
  3. Gerið dressinguna með því að blanda öllum hráefnum saman og hræra vel. Blandið dressingunni saman við salatið. Skerið stökkt beikonið í litla bita og stráið beikonbitum yfir salatið.

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.