Frábærar múslí brownies

Home / Bröns / Frábærar múslí brownies

Þessar brúnkur rjúka út í öllum boðum og ávallt er beðið um uppskriftina sem ég gef að sjálfsögðu með glöðu geði. Sonur minn sagði að þetta væri í alvörunni bestu kökur sem hann hafði bragðað og ég get alveg tekið undir það að þær komast ansi ofarlega á listann. Svo elskum við hvað þær eru ofureinfaldar í gerð. Stökkar að utan og mjúkar að innan og frábærar með ískaldri mjólk

 

Stökkar að utan mjúkar að innan

 

Uppáhald fjölskyldunnar

 

Múslí brownies
Styrkt færsla
125 g smjör
150 g dökkt súkkulaði, ég notaði 70 % súkkulaði frá Valor
200 g sykur
2 egg, léttþeytt
150 g hveiti
25 g kakó
50 g pekanhnetur, saxaðar
50 g Kellogg´s múslí með súkkulaðibitum

  1. Setjið smjör, súkkulaði og sykur saman í pott og hitið við vægan hita þar til súkkulaði og smjör er bráðið. Kælið í 2-3 mínútur.
  2. Hrærið hinum hráefnunum vel saman við.
  3. Setjið deigið í smurt 23 cm ferkantað form. Bakið við 180°c heitan ofn í 25 mínútur. Kælið áður en þið takið kökuna úr forminu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.