Kjúklingasalat í tortillaskál með mangó, jarðaberjum og balsamik hunangsdressingu

Home / Fljótlegt / Kjúklingasalat í tortillaskál með mangó, jarðaberjum og balsamik hunangsdressingu

Uppskriftina af þessu salati fékk ég senda fyrir mörgum árum síðan frá einum lesanda sem ég man því miður ekki nafnið á (auglýsi eftir þér snillingur). Þetta er ofureinfalt salat með jarðaberjum og mangó í balsamik hunangsdressingu borið fram í heimagerðri tortillaskál. Virkilega bragðgott!

 

Kjúklingasalat í tortillaskál

 

Kjúklingasalat með jarðaberjum og mangó í tortilla skál
4 tortilla, minni gerðin.
2 kjúklingabringur,t.d. frá Rose Poultry
grænt salat að eigin vali, td ½ poki spínat eða salatblanda.
½ box kirsuberjatómatar, skornir í helming
½ box jarðaber, skorin í helming
1 mango, skorið í litla bita
½ rauðlaukur, skorinn þunnt
½ gúrka, skorin í bita
2-3 gulrætur, rifnar
Parmesan

Sósan
3 msk balsamic ediki
1 1/2  msk hunang

 

  1. Hver pönnukaka er pensluð með olíu og krydduð með smá salti.
    Pönnukakan er sett í eldfast mót sem er minna en sjálf pönnukakan.
    Svo er hún bökuð í 11-13 mín við 160°C. Látið kólna á grind.
  2. Kjúklingabringurnar eru kryddaður með kryddi að eigin vali, og bakaðar í ofni í 25 mínútur við 200°c. Kjúklingurinn er svo skorinn í strimla. Kjúklingurinn má vera kaldur eða volgur í salatinu.
  3. Salatið er sett í tortilla salat skálina. Kjúklingurinn settur ofan á og  svo er salatsósunni hellt yfir. Parmesan osturinn er raspaður yfir.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.