Leynivopnið

Home / Boozt & drykkir / Leynivopnið

Grænn & glæsilegur

Þessi er hollur, góður, grænn og fagur og hnetusmjörið gefur drykknum skemmtilegt bragð. Byrjaðu daginn á einum svona og þú munt finna fyrir jákvæðum áhrifum á húð, hári, nöglum og síðast en ekki síst orku og líðan.

Leynivopnið
1 banani, frosinn og niðurskorinn (passið að afhýða áður en þið frystið hann)
120 ml ananas, frosinn
1 msk gott hnetusmjör
120 ml vanilluskyr
240 ml. möndlumjólk (eða annars konar mjólk)
3-4 lúkur spínat
Aðferð: Öllu blandað saman í blandara, sett í glas og notið!

Hér er málið að prufa sig áfram og láta t.d. ber, mangó, próteinduft og það sem hugurinn girnist í drykkinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.