Glóandi

Home / Boozt & drykkir / Glóandi

Í dag er bleiki dagurinn. Bleikur er í hverjum októbermánuði tileinkaður konum með brjóstakrabbamein. Mig langar að senda öllum þeim sem berjast við krabbamein hlýjar hugsanir. Ég vona að þið séuð umvafin góðu fólki og að þið munið að lokum hafa betur. Ég reyni að þakka fyrir góða heilsu, hvern dag og hverja stund, en oft gleymi ég því og æði þess í stað áfram úr einu verkefninu í það næsta. Svona átak finnst mér hinsvegar vera góð áminning og í dag segi ég TAKK!

Þennan drykk gerði kona að nafni Leslie Needleman. Hún var í erfiðri krabbameinsmeðferð og vantaði eitthvað sem gæfi henni mikið af vítamínum og aukna orku. Úr varð þessi drykkur, Glóandi. Rauðrófur eru uppfullar af andoxunarefnum, fólínsýrum, þær eru járnríkar og nærri fitulausar. Það er tilvalið að byrja daginn með þessum drykk og finna fyrir jákvæðum áhrifum drykksins.

Glóandi
1 lítil rauðrófa
1 sítróna
5 blöð grænkál (eða handfylli af spínati)
1 grænt epli, afhýtt, kjarnhreinsað og skorið niður
3 cm engifer
1/2 – 1 agúrka

Allt látið í djúsvél. Gott að bera þennan drykk fram með klaka.

Ef ykkur finnst bragðið vera of rammt er hægt að bæta aðeins meiri sítrónusafa og engiferi útí.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.