Súkkulaði-espresso kökur

Home / Eftirréttir & ís / Súkkulaði-espresso kökur

Kaffi-súkkulaði, súkkulaði-kaffi…hvort kemur á undan skiptir engu máli, en þegar þessi tvö hráefni koma saman er veisla hjá bragðlaukunum. Ég rakst á þessar litlu dásamdarkökur á netinu og vissi að þær yrði ég að prufa. Viti menn 10 mínútum síðar voru þær að mestu tilbúnar (og næstum búnar) enda þurfa þær ekki að fara inní ofn. Ég breytti uppskriftinn örlítið og lét espresso útí í staðinn fyrir espresso duft, það gaf þessu milt kaffibragð. Fyrir þá sem eru ekki fyrir kaffi geta sleppt því. Þessar eru auðveldar, fljótlegar, frábærar á bragðið og tilvaldar þegar manni langar í eitthvað strax.

Súkkulaði-espresso kökur
115 g sykur
1/4 bolli mjúkt hnetusmjör
2 msk kókosolía
60 ml möndlumjólk
1 msk vanilludropar
1 1/2 bolli haframjöl
3 msk kakó
2 msk espresso

Aðferð

  1. Látið í pott fyrstu fjögur hráefnin og hrærið við meðalháan hita í um 4-5 mínútur. Takið af pönnunni og bætið vanilludropunum útí.
  2. Hrærið saman í skál haframjöl og kakó. Hellið hnetusmjörsblöndunni í skálina og látið espresso saman við og hrærið öllu saman. Látið með skeið á smjörpappír. Látið kólna og harðna (ég lét þær í frysti).

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.