Sætkartöflu panini í pítubrauði

Home / Brauð & samlokur / Sætkartöflu panini í pítubrauði

Perfecto Perfecto Perfecto

Það er ótrúlegt hvað svona lítil og nett samloka getur gert mikið fyrir bragðlaukana. Hún nær fullkomnun eins langt og fullkomnun nær. Þessi panini er einföld og fljótgerð og á alltaf við hvort sem er sem hádegismatur eða veislumatur. Gleymdu öllum uppskriftum sem þú hefur áður séð og gerðu þessa..núna!

Sætkartöflu panini í pítubrauði

Sætar kartöflur
1/2 sæt kartafla, skorin í þunnar sneiðar
olía
salt
pipar
karrý
pítubrauð
Leggið smjörpappír á ofnplötu og raðið kartöflunum á, látið olíu yfir og kryddið með karrý, salti og pipar. Látið inní 200°c  heitan ofn í um 20-30 mínútur.

Dressing
grísk jógúrt
dijon sinnep
agave sýróp
Blandið öllu saman og smakkið til

Panini
dressing
spínat
rauðlaukur
plómutómatar
fetaostur
sætkartöflurnar
salt & pipar
karrý

Aðferð
Skerið pítubrauðið langsum og látið dressinguna á annan helminginn. Setjið spínat þar yfir, rauðlauk, tómata, fetaost og kryddið með salti, pipar og karrý. Látið því næst sætu kartöflurnar yfir allt og loks hinn hluta brauðsins yfir. Penslið með olíu og grillið á rifflaðri pönnu. Skerið til helminga og berið strax fram.  Verði ykkur svo mikið að góðu!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.