Dukkah lax

Home / Fiskur / Dukkah lax

Þegar kemur að því að elda á virkum dögum eru það nokkur atriði sem ég legg mesta áherslu á. Það er að maturinn sér fljótlegur, hollur, bragðgóður og innihaldi fá hráefni. Þessi frábæri lax með dukkah smellpassar í þann flokk en hann tekur ótrúlega stuttan tíma að útbúa. Ég birti nýlega uppskrift að frábæru dukkah sem þið getið útbúið sjálf, en ef þið leggið ekki í það að þá er hægt að kaupa það tilbúið.

2013-04-19 19.35.30

Dukkah lax
7-800 g lax, beinhreinsaður og flakaður
olía
dukkah
sjávarsalt
pipar

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 220°c.
  2. Þerrið laxinn og setjið á smjörpappír.
  3. Penslið með olíu, dreyfið því næst dukkah yfir fiskinn. Saltið og piprið og látið inn í ofn í um 10-12 mínútur. Varist að ofelda hann.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.