Ofnbökuð fajitas veisla

Home / Fljótlegt / Ofnbökuð fajitas veisla

Mexíkóskur matur er alltaf jafn góður og á mínu heimili var kominn tími á klassískar tortillur með fullt af grænmeti og góðum kjúklingi. Ég rakst á spennandi uppskrift þar sem kallaði á mig en þar var einfaldleikinn í fyrirrúmi og ég hreinlega varð að prufa. Hér er grænmeti og kjúklingi blandað saman í ofnfast mót með heimagerðu mexíkókryddi og olíu þetta ofnbakað og að lokum er límónu kreist yfir allt. Það er sko óhætt að segja að þessi máltíð hafi slegið í gegn og verið óvænt veisla á mánudegi (soðin ýsa hvað ;). Með þessu bar ég fram sýrðan rjóma, salsasósu og heimagerðu guagamole frá gestabloggaranum Kára Gunnars sem ég vil meina að sé það allra besta í heiminum. Hér er á ferðinni máltíð sem er einföld og bragðgóð og ég mæli með því að þið prufið.

IMG_9488

IMG_9503

IMG_9506

IMG_9537

IMG_9542

Ofnbökuð fajitas veisla
Mexíkókrydd
1 msk chiliduft
1/2 msk paprikuduft
1/2 tsk laukduft
1/4 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk cumin
1/8 tsk cayenne pipar
1 tsk sykur
1/2 tsk salt
1/2 msk sterkja (t.d. hveiti)

Fajitas
2 laukar, skornir í sneiðar
2 grænar paprikur, skornar í strimla
1 rauð paprika, skorin í strimla
500 g kjúklingabringur, skornar í litla bita
2 msk grænmetisolía
1/2 lime
8 tortillur

  1. Blandið öllum hráefnunum fyrir mexíkókryddið saman í skál og geymið.
  2. Látið grænmetið og kjúklinginn í ofnfast mót og hellið mexíkókryddinu yfir og hellið síðan olíunni yfir allt og blandið öllu vel saman.
  3. Bakið í 200°c heitum ofni í 30 – 35 mínútur og hrærið af og til í blöndunni. Þegar þetta er tilbúið takið úr ofninum og kreistið safa úr hálfri lime yfir allt.
  4. Berið fram með t.d. rifnum osti, salsa, guagamole, kóríander og eða því sem hugurinn girnist.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.