Kjúklingasalat með ljúfri hunangssósu

Home / Fljótlegt / Kjúklingasalat með ljúfri hunangssósu

Það er óhætt að segja að maturinn sem sumarið kemur með sé í miklu uppáhaldi, enda spilar litríkt grænmeti og ávextir þar stórt hlutverk, þannig að úr verður matur sem sér algjörlega um að skreyta sig sjálfur. Kjúklingasalöt skipa stóran sess í sumarmat fjölskyldunnar enda bæði einföld í gerð, létt í maga, bragðgóð og full af dásamlegri næringu.

Hér gef ég ykkur uppskrift af kjúklingasalati sem er í miklu uppáhaldi, með klettasalati, kirsuberjatómötum, furuhnetum, rauðlauk, kjúklingi, fetaosti og ótrúlega ljúffengri hunangssósu. Hráefnin eru ekki heilög og þið sleppið og bætið því við sem hugurinn girnist.

IMG_0144

Dásamlegt kjúklingasalat stútfullt af góðri næringu

IMG_0122

Kjúklingurinn marineraður í hluta af hunangsssósunni

IMG_0132

Fallegt er það 

IMG_0171

Tilbúið fyrir okkur að njóta – gleðilegt sumar!

 

Kjúklingasalat með ljúfri hunangssósu
Fyrir 4-6 manns
3 kjúklingabringur
100 g furuhnetur
3-5 msk sesamfræ
1-2 pokar rucola
1 askja kirsuberjatómatar
1/2-1 krukka ólífur (má sleppa)
1 lítill rauðlaukur, skorinn smátt
15 g steinselja, söxuð
fetaostur, ásamt smá af olíunni ef vill (henni er þá bætt við í lokin)
Marinering á kjúkling og salatdressing
2 msk hunang
2 msk dijon sinnep
120 ml ólífuolía
15 g steinselja, smátt söxuð
1 tsk salt
svartur pipar

  1. Setjið hráefnin fyrir marineringuna saman í skál og hrærið vel saman. Takið síðan um 4 matskeiðar af henni og látið í litla skál. Takið kjúklingabringurnar til og hellið síðan marineringunni úr litlu skálinni yfir kjúklingabringurnar og nuddið þeim vel upp úr henni. Leyfið kjúklingabringunum að liggja í marineringunni í smá stund og grillið þær síðan og skerið í litlar bita.
  2. Ristið furuhnetur og sesamfræ á pönnu og síðan ásamt öllum hráefnunum fyrir salatið í skál.
  3. Blandið hunangsdressingunni saman við, magn eftir smekk og bætið við smá olíu af fetaostinum ef ykkur finnst þurfa.

 

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.