Skyrkakan sem slær alltaf í gegn

Home / Eftirréttir & ís / Skyrkakan sem slær alltaf í gegn

Þessa himnesku skyrköku bauð ég upp á í veislu sem ég var með á dögunum og er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn. Skyrkakan inniheldur vanilluskyr, rjóma og hvítt súkkulaði sem flattera hvort annað fullkomlega. Með henni er svo frábært að bera frosin eða fersk ber að eigin vali sem auka á ferskleikann.

Að þessu sinni tvöfaldaði ég uppskriftina svo skyrkakan myndi passa í stóra glæra skál sem ég er búin að bíða lengi eftir að geta notað en þið hafið það alveg eftir ykkar hentugleik. Þennan himneska eftirrétt tekur enga stund að gera, honum ætti eiginlega ekki að vera hægt að klúðra og mun vekja lukku allra sem hann bragða.

IMG_2777

IMG_2752 IMG_2768 IMG_2770


Skyrkaka ca. 8-10 manns

700 g Vanilluskyr t.d. frá KEA
400 g Rjómi
200 g Hvítt súkkulaði (t.d. toblerone)
1 msk  vanillusykri
poki af frystum berjum, t.d. hindberjum

  1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni við vægan hita.
  2. Þeytið rjómann (en varist að ofþeyta hann) og þeytið síðan vanilluskyrið ásamt bræddu súkkulaðinu saman við.
  3. Hellið skyrkökunni í fallegt form og setjið berin ofan á. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.