Afmæliskakan

Home / Eftirréttir & ís / Afmæliskakan

Þessa köku baka ég fyrir öll afmæli og alltaf vekur hún jafn mikla lukku enda mjúk og góð með dásamlegu súkkulaðikremi. Uppskriftina rakst ég á sínum tíma á síðunni hennar Sirrýjar lifa og njóta en þar má finna ógrinni af öðrum girnilegum uppskriftum. Ef þið eruð enn í leit að hinni fullkomnu afmælisköku mæli ég svo sannarlega með því að þið prufið þessa.

 

IMG_2827

 

IMG_2836

Afmæliskakan
Botnar
2 bollar hveiti
1 1/2 bolli sykur
4 msk. dökkt kakó
130 g smjör, mjúkt
1 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
1 bolli mjólk
2 stór egg eða 3 minni

 

  1. Hitið ofninn í 175°C, 165 á blástur.
  2. Setjið allt nema egg í hrærivélarskál og hrærið í 2 mín.
  3. Bætið eggjum út í, einu í einu og hrærið aðrar 2 mín.
  4. Setjið deigið í 2 smurð 26 cm breið kringlótt kökuform og bakið botnana í 25 mín ( um 20 á blæstri) kakan er tilbúin þegar hún losnar frá börmunum og prjóni sem stungið er í hana kemur hreinn út. Kælið kökubotnana.
Kökukrem
300 g flórsykur
200 g smjörlíki
2 msk. vatn
3-4 msk. dökkt kakó
1 eggjarauða
1 tsk. vanilludroparSkreytt með súkkulaðiperlum frá Nóa Síríus

 

  1. Sigtið flórsykur í hrærivélarskál.
  2. Takið 100 g af smjörlíkinu og setjið í pott með vatni og kakó þar til vel samlagað.
  3. Hellið út í flórsykurinn og hrærið vel saman.
  4. Bætið restinni af smjörlíkinu út í litlum bitum og hrærið þar til kalt. Kremið er fyrst dökkt en verður ljósara þegar það kólnar.
  5. Bætið eggjarauðu og vanillu út í.
  6. Smyrjið kreminu á kökuna og skreytið hana með súkkulaðiperlum frá Nóa Síríus.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.