Afmæliskakan

Home / Eftirréttir & ís / Afmæliskakan

Þessa köku baka ég fyrir öll afmæli og alltaf vekur hún jafn mikla lukku enda mjúk og góð með dásamlegu súkkulaðikremi. Uppskriftina rakst ég á sínum tíma á síðunni hennar Sirrýjar lifa og njóta en þar má finna ógrinni af öðrum girnilegum uppskriftum. Ef þið eruð enn í leit að hinni fullkomnu afmælisköku mæli ég svo sannarlega með því að þið prufið þessa.

 

IMG_2827

 

IMG_2836

Afmæliskakan
Botnar
2 bollar hveiti
1 1/2 bolli sykur
4 msk. dökkt kakó
130 g smjör, mjúkt
1 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
1 bolli mjólk
2 stór egg eða 3 minni

 

  1. Hitið ofninn í 175°C, 165 á blástur.
  2. Setjið allt nema egg í hrærivélarskál og hrærið í 2 mín.
  3. Bætið eggjum út í, einu í einu og hrærið aðrar 2 mín.
  4. Setjið deigið í 2 smurð 26 cm breið kringlótt kökuform og bakið botnana í 25 mín ( um 20 á blæstri) kakan er tilbúin þegar hún losnar frá börmunum og prjóni sem stungið er í hana kemur hreinn út. Kælið kökubotnana.
Kökukrem
300 g flórsykur
200 g smjörlíki
2 msk. vatn
3-4 msk. dökkt kakó
1 eggjarauða
1 tsk. vanilludroparSkreytt með súkkulaðiperlum frá Nóa Síríus

 

  1. Sigtið flórsykur í hrærivélarskál.
  2. Takið 100 g af smjörlíkinu og setjið í pott með vatni og kakó þar til vel samlagað.
  3. Hellið út í flórsykurinn og hrærið vel saman.
  4. Bætið restinni af smjörlíkinu út í litlum bitum og hrærið þar til kalt. Kremið er fyrst dökkt en verður ljósara þegar það kólnar.
  5. Bætið eggjarauðu og vanillu út í.
  6. Smyrjið kreminu á kökuna og skreytið hana með súkkulaðiperlum frá Nóa Síríus.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.