Tælenskar kjúklingabollur

Home / Fljótlegt / Tælenskar kjúklingabollur

Hér er komin uppskrift af dásasmlega einföldum og bragðgóðum tælenskum kjúklingabollum. Bollurnar henta vel bæði sem forréttur eða sem hollur og góður kvöldmatur með hrísgrjónum/núðlum, steiktu grænmeti og sweet chilísósu. Uppskriftina fann ég á Pinterest, en þar var henni var lofað í hvívetna og það ekki af ástæðulausu.

Í þessa uppskrift notaði ég kjúkling frá Rose poultry sem fæst frosinn í öllu helstu matvöruverslunum en kryddin og kókosmjólkina úr vörulínunni frá Blue dragon. Ég afþýddi kjúklinginn og hakkaði í matvinnsluvél og svo úr varð fínasta kjúklingahakk.

Þetta er uppskrift sem hentar öllum aldurshópum og sló algjörlega í gegn á mínu heimili og verða gerða aftur og aftur og aftur.

IMG_4565

Tælenskar kjúklingabollur
500 g Rose kjúklingabringur frá Rose poultry, hakkaðar í matvinnsluvél
2 hvítlauksrif
1 búnt kóríander
1 rautt chilí, fræhreinsað ef þið viljið hafa bollurnar mildari
20 g ostrusósa, t.d. frá Blue dragon
1 msk fish sauce, t.d. frá Blue dragon
30 g rautt curry paste, t.d. frá Blue dragon
70 g kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon

  1. Setjið hvítlauk, chilí og kóríender í matvinnsluvél og blandið í 5 sekúntur. Bætið restinni af hráefnunum saman við og stillið matvinnsluvélina á pulse og blandið vel saman.
  2. Mótið kúlur og látið á ofnplötu með smjörpappír.
  3. Eldið í 200°c heitum ofni í 15-20 mínútur.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.