Sykurlausa útgáfan af klístruðum karmellubúðingi

Home / Eftirréttir & ís / Sykurlausa útgáfan af klístruðum karmellubúðingi

Ég hef verið að prufa mig áfram með náttúrulegu sætuna frá Via health og hefur hún komið mér skemmtilega á óvart. Strásætan inniheldur Erytritol og stevíuduft og er jafn sætt og sykur en inniheldur engar hitaeiningar.

Einn af mínum uppáhalds eftirréttum er klístraður karmellubúðingur en hann er ótrúlega einfalt að gera og vekur ávallt lukku. Vanalega er hann með púðusykri en nú ákvað ég að skipta honum út á sléttu og nota í staðinn sætuna. Það er óhætt að segja að sú tilraun hafi tekist alveg glimrandi vel.

 

IMG_4839

IMG_4848

IMG_4863

Klístraður karmellubúðingur 
100 g erytritol með steviu frá Via health
175 g hveiti
1 tsk lyftiduft
125 ml mjólk
1 egg
1 tsk vanilludropar
50 g smjör, brætt
200 g saxaðar döðlur

Karmellusósan
200 g erytritol með steviu frá Via health
25 g smjör, skorið í teninga
500 ml sjóðandi vatn

 

  1. Blandið sætunni (100g) við hveitið. Blandið saman mjólk, eggi, vanillu og bræddu smjöri og blandið varlega saman við hveitiblönduna með sleif. Bætið döðlunum saman við og hellið í ofnfast mót.
  2. Gerið karmellusósuna með því að strá sætunni (200 g) yfir allt og dreifið smjörteningunum yfir sætuna. Hellið sjóðandi vatninu yfir allt og látið inn í 190°c heitan ofn í 50-60 mínútur eða þar til kakan er orðin brúnuð. Berið fram með ís, rjóma eða grískri jógúrt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.