Humarsalat með cous cous og graskersfræjum

Home / Fljótlegt / Humarsalat með cous cous og graskersfræjum

Ahhh hvað aðventan er tími til að njóta lífsins í mat og drykk í góðum félagsskap. Góður matur þarf hvorki að vera óhollur né fitandi, þó það sé i góðu lagi einstaka sinnum líka, en að mínu mati er langbest ef að maturinn er litríkur og gefur manni góða næringu. Þetta salat er það sem ég kýs að kalla matur fyrir sálina, en það er matur sem gleður augað og bragðskyn.

IMG_6442

 

Við undirbúninginn notaði ég nýja uppáhaldið mitt en það er snilldar skurðarbretti frá JosephJoseph sem fæst í Epal. Skurðarbrettin eru geymd á einum stað og sérmerkt fyrir kjöt, fisk, grænmeti og hrávöru og er að mínu mati jólagjöfin í ár.

IMG_6435

JOS-60030

 

Með humarsalatinu gæddum við okkur á Van Gogh Riesling hvítvíni sem er létt og ferskt og fæst á frábæru verði í vínbúðum ÁTVR.

IMG_6450

IMG_6458

IMG_6496

Humarsalat með cous cous og graskersfræjum
16 stk humarhalar frá Sælkerafiski, skelflettir
4 msk graskersfræ, ristuð
3 msk hvítlaukssmjör
2 stk rauðlaukar, saxaðir smátt
1 dl grænar ólífur, steinlausar
1 dl fetaostur í kryddolíu
1 stk rauð paprika, smátt söxuð
½ dl ólífuolía
½ dl sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
blandað salat
salt og pipar

Cous cous
2,5 dl vatn
1 dl cous cous
1 tsk salt

Hvítlaukssmjör
150 g smjör, lint
5 stk hvítlauksrif, smátt söxuð
½ búnt steinselja, smátt söxuð

  1. Skerið salatið gróflega og setjið saman með sólþurrkuðum tómötum, ólífum, rauðlauk og papriku. Setjið á disk og stráið fetaosti og ólífuolíu yfir.
  2. Gerið cous cous með því að sjóða vatn og salt saman í potti og hellt yfir cous cous. Látið standa í 10 mínútur. Dreift yfir salatið.
  3. Snöggsteikið humarhalana við háan hita í ólíu og hvítlaukssmjöri, hristið þá vel til á pönnunni. Varist að elda þá of lengi. Kryddið með salti og pipar og látið yfir cous cous og berið strax fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.