Ómótstæðilegar smákökur með lakkrísmarsipani

Home / Fljótlegt / Ómótstæðilegar smákökur með lakkrísmarsipani

Um helgina var ég stödd í verslun EPAL þar sem ég var að kynna bókina Fljótlegir réttir fyrir sælkera ásamt því að gefa viðskiptavinum EPAL að bragða á smákökum sem ég hafði gert úr lakkrísmarsipani frá frá Johan Bülow .  Það er skemmst frá því að segja að smákökurnar slógu í gegn og ég veit að margir bíða nú óþreyjufullir eftir uppskriftinni. Njótið vel!

IMG_6517-2

IMG_6521-2

Smákökur með lakkrísmarsipani
200 g smjör, mjúkt
100 g sykur
200 g púðusykur
2 egg
100 g pekanhnetur
50 g súkkulaði, dökkt
50 g trönuber
200 g hveiti
2 tsk lyftiduft
200 g lakkrísmarsipan frá Johan Bülow (fæst m.a. í Epal)

  1. Skerið marsipanið í litla bita, saxið hnetur og súkkulaði og blandið síðan öllum hráefnunum saman og hrærið vel.
  2. Setjið með skeið á bökunarplötu með smjörpappír en hafið gott bil á milli þeirra.
  3. Bakið kökurnar við 180°c í 8-9 mínútur en varist að þær verði of dökkar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.