Rjómaostafylltar döðlur með basilíku og beikoni

Home / Fljótlegt / Rjómaostafylltar döðlur með basilíku og beikoni

Nú styttist óðum í blessuðu jólin. Síðustu dagar hafa farið í að njóta þess sem aðventan hefur upp á að bjóða með tilheyrandi bæjarferðum, kaffihúsainnliti, kakódrykkju, tónleikaferðum og að sjálfsögðu lætur matgæðingurinn ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að bragða allan þann mat sem í boði er á þessum árstíma.

Ég fékk skemmtilega gjöf um daginn eða gjafakort sem nefnist Óskaskrín Gourmet og inniheldur úrval þriggja rétta máltíða fyrir tvo á mörgum bestu veitingahúsum landsins. Þetta hitti að sjálfsögðu í mark hjá mér og átti ég dásamlega kvöldstund á veitingastaðnum Kopar þar sem maturinn var fyrsta flokks.

 suppa suppa1 suppa4 suppa5

Óskaskrín er sniðug jólagjöf enda verið að gefa skemmtilega upplifun og hægt er að velja um fjórar tegundir Óskaskrína eða dekurstund, gourmet, rómantík, og töff en þau eru á mismunandi verði og höfða til fjölbreytilegs smekks og ólíkra áhugasviða viðtakenda. Sölustaðir eru t.d. Hagkaup og Eymundsson en nánar má lesa um þau hér.

Helgarrétturinn að þessu sinni eru rjómaostafylltar djöðlur með basilíku og beikoni en þær má jafnframt fylla með öðrum ostum eins og til dæmis geitaosti (himneskt), skemmtilegur forréttur sem slær ávallt í gegn og er einfaldur í gerð. Með honum gæddum við okkur á rauðvíni sem heitir Wyndham Bin 555 Siraz og er eitt af mínum uppáhalds rauðvínum.

IMG_6664 IMG_6671 IMG_6678 IMG_6679 IMG_6689 IMG_6705

Rjómaostafylltar döðlur með basilíku og beikoni
250 g stórar döðlur,
200 rjómaostur, Philadelphia
1 pakki fersk basilíka
1 stórt bréf beikonsneiðar

  1. Fyllið döðlurnar með rjómaosti, vefjið basilíkublaði utanum þær og síðan beikoni utan um það.
  2. Setjið í 200°c heitan ofn þar til beikonið er orðið dökkt og osturinn bráðinn.

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.