Hollar súkkulaðibitakökur

Home / Kökur & smákökur / Hollar súkkulaðibitakökur

Súkkulaðibitasmákökur sem ná að sameina það að vera bæði hollar og bragðgóðar og þær tekur enga stund að gera en smákökurnar innihalda meðal annars möndumjöl, kókosolíu og dökkt súkkulaði.  Við mælum með að þið prufið þessa dásemd og gefið endilega ykkar álit.

IMG_7764 IMG_7770

Hollar súkkulaðibitakökur
150 g möndluhveiti, t.d. Almond flour frá NOW
¼ tsk sjávarsalt
1/8 tsk lyftiduft
¼ tsk kanill
3 msk kókosolía, fljótandi
2 msk hlynsíróp eða hunang
1 ½ tsk vanilludropar
½ -1 msk vatn, ef þarf
30- 50 g dökkt súkkulaði

  1. Blandið saman möndluhveiti, salti, lyftidufti og kanil.
  2. Bætið kókosolíu, hlynsírópi og vanilludropum saman við.
  3. Bætið við vatni eftir þörfum eða þar til deigið helst saman og látið að lokum saxað súkkulaði saman við.
  4. Mótið í smákökur og setjið inn í 175°c heitan ofn og bakið í  um 10 mínútur eða þar til endarnir eru orðnir gylltir. Leyfið súkkulaðibitakökunum að standa í 10 mínútur (mikilvægt svo þær nái að harðna). Berið fram og njótið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.