Penne pasta með kjúklingi og bræddum mozzarellaosti

Home / Fljótlegt / Penne pasta með kjúklingi og bræddum mozzarellaosti

Það er ekki annað hægt en að elska þennan himneska pastarétt bak og fyrir enda er hann svo einfaldur, fallegur og bragðgóður og gleður jafnt unga sem aldna. Uppskriftina af þessum rétt sá ég á The Pioneer woman sem heldur úti mjög vinsælu matarbloggi sem gleður augun með fallegum myndum og girnilegum uppskriftum og þessa uppskrift hreinlega varð ég að prufa og það strax. Penne pasta með kjúklingi, pastasósu, ríflegu magni af parmesanosti og bræddum mozzarella…þarf að segja eitthvað fleira?

IMG_7694

IMG_7729

IMG_7752

IMG_7750

IMG_7759

Pastaréttur með kjúklingi og bræddum mozzarellaosti
Fyrir 6 (athugið að uppskriftin er stór og má auðveldlega helminga)
500 g penne pasta
2 msk ólífuolía
2-3 kjúklingabringur, t.d. lífrænar kjúklingabringur frá Rose poultry
salt og pipar
1 stór laukur, skorinn smátt
2-3 hvítlauksrif, skorin smátt
2 krukkur pastasósa frá Hunt‘s
½ tsk rauðar chilíflögur (ég notaði chilí explosion)
120 ml vatn
fersk steinselja smátt skorin
2 kúlur ferskur mozzarella, skorinn í bita
vænt stykki parmesan

 

  1. Eldið pastað samkvæmt leiðbeiningum þar til það er „al dente“.
  2. Hitið olíu á pönnu, setjið kjúklinginn á pönnuna, saltið hann og piprið og steikið þar til hann hefur brúnast á öllum hliðum. Takið hann þá af pönnunni, setjið á disk og geymið.
  3. Steikið lauk og hvítlauk við meðal hita í 2-3 mínútur og hrærið stöðugt í honum svo hann brenni ekki við. Þegar hann er orðinn gylltur, bætið þá pastasósunni, piparflögunum og vatni út á pönnuna.
  4. Blandið vel saman og bætið síðan kjúklingnum og steinselju og blandið saman við. Leyfið að malla í um 8 mínútur, smakkið sósuna til með salti, pipar og chilíflögum.
  5. Þegar pastasósan er orðin vel heit bætið þá mozzarellaostinum út í sósuna og hrærið honum varlega saman við og leyfið honum svo að malla í sósunni í 2-3 mínútur eða þar til hann er farinn að mýkjast.
  6. Setjið pasta á disk og hellið nokkra dropa af ólífuolíu yfir það og rífið vel af parmesan yfir pastað. Hellið því næst sósunni yfir pastað, stráið meira af parmesan yfir sósuna og stráið síðan ferskri steinselju (eða basilíku) yfir allt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.