Heimsins besti grænmetisborgari

Home / Grænmetisréttir / Heimsins besti grænmetisborgari

Í leit minni að himneskum og hollum grænmetisborgara rakst ég meðal annars á þessa girnilegu Thai sætkartöfluborgara með hnetusmjörsósu á blogginu hennar Oh she glows. Þar sem ég elska allt tælenskt, sætar kartöflur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og hnetusmjör er að mínu mati út úr þessum heimi gott, þá var ég nokkuð viss um að þessi gæti ekki klikkað. Sem hann svo gerði heldur ekki og reyndar fór hann svo langt fram úr væntingum að hann hefur verið gerður oft síðan og ég ætla að leyfa mér að vera stórorð gefa honum nafnið “Heimsins besti grænmetisborgari”.

Það má alveg sleppa brauði í þessari uppskrift án þess að það komi að sök og t.d. nota sætar kartöflur í staðinn, en mér þykir gott að hafa brauð neðst. Fyrir ykkur sem getið ekki kóríander þá má taka það alveg út eða nota steinselju í staðinn. Það er kannski smá dúllerí að útbúa þá, en vel þess virði enda dásamlega bragðgóðir og stútfullir af góðri næringu.

IMG_7835

IMG_7816 IMG_7865

Heimsins besti grænmetisborgari
1 stór sæt kartafla, afhýdd
25 g ferskt kóríander, smátt saxað (má sleppa eða nota t.d. steinselju)
15 g fersk basil, smátt söxuð
3 hvítlauksrif
2 tsk engifer, rifið fínt
70 g salthnetur, smátt saxaðar (má nota kasjúhnetur)
70 g haframjöl
1 dós (425g) soðnar kjúklingabaunir, án vökva
2 msk hörfræmjöl  (t.d. NOW ground flax seed) + 3 msk vatn, blandað saman í skál (má nota 1 egg í staðinn)
½ msk sesamolía, t.d. frá Blue dragon
1 msk soyasósa
1 tsk safi úr ferskri límónu
1 tsk kóríanderkrydd
1 tsk sjávarsalt
pipar

Hnetusmjörsósa
1 hvítlauksrif
6 msk mjúkt hnetusmjör
2,5 msk safi úr ferskri límónu
2 msk sýróp
1-2 msk vatn (eða jafnvel meira eftir þörfum svo hún sé ekki of þykk)
1 tsk engiferkrydd
1/8 tsk chayenne pipar

 1. Rífið niður helminginn af kartöflunni og setjið í stóra skál. Skerið hinn helminginn í sneiðar og látið á bökunarplötu með smjörpappír, hellið olíu yfir kartöflurnar.
 2. Blandið út skálina með rifnu sætu kartöflunum kóríander, basilíku, hvítlauk, engifer og söxuðum salthnetum.
 3. Setjið haframjöl í matvinnsluvél og vinnið þar til það er orðið eins og gróflega malað hveiti. Setjið út í skálina með hinum hráefnunum.
 4. Látið nú kjúklingabaunirnar í matvinnsluvélina og vinnið þar til þær eru orðnar eins og þær séu smátt saxaðar, en ekki alveg orðnar að mauki. Setjið í skálina með hinum hráefnunum.
 5. Hrærið saman í annari skál hörfræmjölinu (ground flax seed) og vatni og bætið þessu saman við hin hráefnin ásamt sesamolíu, soyasósu, límónusafa, kóríender, salti og pipar.
 6. Hnoðið öllu vel saman og mótið 6-8 buff. Þrýstið þeim þétt saman og látið á ofnplötu með bökunarpappír ásamt sætu kartöflunum. Takið úr ofni og leyfið grænmetisbuffunum að kólna í um 10 mínútur.
 7. Bakið við 180 °c í um 20 mínútur, en fylgist vel með sætu kartöflunum svo þær brenni ekki við.
 8. Gerið því næst hnetusmjörsósuna. Látið öll hráefnin í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið við vatni eftir þörfum, sósan á ekki að vera of þykk.
  Berið fram með káli, tómötum, avacado og því sem hugurinn girnist.

  Athugið að sósan geymist í loftþéttum umbúðum í kæli í allt að viku og grænmetisbuffin má geyma í frysti.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.