Leynivopn lata kokksins

Home / Fljótlegt / Leynivopn lata kokksins

Hér er á ferðinni sannkallaður veislumatur sem kallar á fá hráefni og stuttan tíma í undirbúning en bragðast eins og best gerist. Rétturinn kemur mjög skemmtilega á óvart og má segja að sé leynivopn lata kokksins og vís til að slá í gegn hjá viðstöddum.

IMG_8511

 

Paprikukryddaður kjúklingur með spínati og hvítvínssósu
4 kjúklingabringur, t.d. bringur (eða úrbeinuð læri) frá Rose Poultry *
2 tsk paprikuduft
salt og pipar
10 msk smjör
hálft búnt timían, ferskt
6 hvítlauksrif, smátt söxuð
500 ml hvítvín
3-4 lúkur spínat, gróflega saxað

  1. Kryddið kjúklinginn með paprikukryddi, salti og pipar. Nuddið kryddinu vel inn í kjúklinginn.
  2. Bræðið 1 msk af smjöri í pönnu við meðalhita og bætið kjúklingabringunum út á.  Steikið þar til kjúklingurinn er orðinn stökkur og gylltur á lit eða í um 3 mínútur. Snúið þá við og eldið í aðrar 3 mínútur.
  3. Bætið þá afganginum af smjöri, timíani og hvítlauk. Hrærið í blöndunni í 1-2 mínútur og bætið því næst hvítvíninu saman við. Leyfið að malla í um 20 mínútur, bætið við meira hvítvíni ef þörf er á því.
  4. Bætið að lokum spínati saman við. Saltið og piprið. Gangið síðan í skugga um að kjúklingurinn sé fulleldaður og berið fram með góðu meðlæti.

*styrkt færsla

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.