Kvöldmatur á hraðferð Cobb salat með sætri sinnepssósu

Home / Kjöt / Kvöldmatur á hraðferð Cobb salat með sætri sinnepssósu

Cobb salat er svo frægt að það á sér sköpunarsögu. Það er nefnt í höfuðið á eiganda þekkts veitingahúss í Hollywood á fjórða áratug 20. aldar sem varð svangur í vinnunni um miðnættið nótt eina árið 1937, tíndi saman matarafganga úr eldhúsinu plús smá beikon frá kokknum og skvettu af franskri dressingu … og varð ódauðlegur!

Þetta salat er í uppáhaldi þegar ég hef ekki mikinn tíma fyrir eldamennsku en langar samt í eitthvað hollt og gott. Sinnepssósan setur hér algjörlega punktinn yfir i-ið í þessu bragðgóða og matarmikla salati.

IMG_1242

Cobb salat með sætri sinnepssósu
Fyrir 4-6
Eldunartími 20 mínútur

Blandað salat að eigin vali
1 avacado, skorið í teninga
8 beikonsneiðar, eldaðar stökkar
1 krukka fetaostur
4-5 tómatar, skornir í báta
4 egg, harðsoðin
1 eldaður kjúklingur, skorinn í litla bita

Hunangsdressing
1 vorlaukur, smátt skorinn
75 ml hvítvínsedik
75 ml hunang
75 ml dijon sinnep
1 tsk salt og pipar
300 ml ólífuolía

  1. Leggið salatið á disk.
  2. Raðið síðan yfir salatið avacado, eggjum, tómötum, kjúklingi, beikoni og fetaosti.
  3. Gerið salatdressinguna með því að blanda öllu saman í matvinnsluvél að olíunni undanskilinni. Bætið henni varlega út í.  Þá á dressingin að þykkna. Berið fram með salatinu og hellið út á salatið rétt áður en það er borið fram. Mér þykir gott að láta bara örlítið og leyfa svo hverjum og einum að bæta út á að eigin smekk.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.