Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa

Home / Fljótlegt / Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa

Þessir ofnbökuðu ostborgarar eru hin mesta snilld. Frábær tilbreyting frá hinum klassíska borgara, djúsí og bragðgóðir og bornir fram á skemmtilegan hátt. Hinn fullkomni helgarmatur og stórsniðugir í partýið.

burger2

burger

 

Ofnbakaðir partýborgarar með sesamgljáa
Uppskrift að fyrirmynd www.kevinandmanda.com
500 g nautahakk
1 rauðlaukur, skorinn smátt
3-4 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk cumin (ath ekki kúmen)
½-1 tsk paprikuduft
1 dós saxaðir tómatar, vökvinn skilinn frá
ostur í sneiðum, nóg af honum
6 meðalstór hamborgararbrauð

Gljái
8 msk smjör
2 msk púðusykur
1 msk worcestershire sósa
1 msk dijon sinnep
1 msk sesamfræ

  1. Setjið olíu á pönnu og hitið vel. Setjið nautahakkið á pönnuna og kryddið með salti, pipar, cumin og paprikukryddi. Bætið lauk og hvítlauk saman við og hrærið reglulega í öllu þar til kjötið hefur brúnast. Hellið tómötunum út í og blandið vel saman.
  2. Raðið neðri hluta hamborgarabrauðanna í ofnfast mót. Skiptið nautahakkinu niður á brauðin og setjið síðan ríflegt magn af ostasneiðum yfir nautahakkið. Látið efri hluta brauðsins yfir ostinn.
  3. Gerið gljáann með því að setja allt í pott og hita vel saman. Hellið gláanum yfir hamborgarana. Bakið við 175°c í um 25 mínútur.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.