Heimabökuð kanillengja með súkkulaðiglassúr og möndluflögum + gjafaleikur

Home / Kökur & smákökur / Heimabökuð kanillengja með súkkulaðiglassúr og möndluflögum + gjafaleikur

Að þessu sinni er komið að uppskrift sem ætti að vekja mikla lukku hjá lesendum GulurRauðurGrænn&salt. Uppskrift af kanillengju með súkkulaðiglassúr og möndluflögum sem er hættulega góð og þú vilt alls ekki baka nema þú eigir von á gestum.

Fyrir okkur kaffielskendur er gott bakkelsi fullkomnað með góðu kaffi og þá er nauðsynlegt að eiga góða kaffikönnu. Fyrst ég minnist á það vil ég meina að það er löngu komin tími á að ég geri vel við lesendur síðunnar og ætla því í samstarfi við Ormsson að bregða á leik fram til jóla og gleðja lesendur síðunnar með ýmsum flottum eldhúsvörum sem verslunin hefur upp á að bjóða.

 

bodum

 

Við skulum bara byrja þessa gjafagleði á þessari ofurfögru Bodum CHAMBORD kaffikönnu. Mín uppáhalds er bronslituð en hana má fá í fleiri litum að smekk hvers og eins. Kaffikannan er klassísk pressukanna sem gefur um 8 góða kaffibolla. Hér mætast bæði gæði og fegurð…er hægt að biðja um eitthvað meira?  Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa við þessa færslu eða á facebook síðu okkar af hverju ÞÚ ættir að eignast Bodum CHAMBORD kaffikönnu frá Ormsson.

Kanillengjan er svo einföld í gerð og tiltölulega fljótleg og í lokin er súkkulaðiglassúr látið leka yfir hana sem setur að mínu mati punktinn yfir i-ið…..ummmm

IMG_4612-2

Kanillengjan góða

IMG_4412-2

 

IMG_4610

 

Heimabökuð kanillengja
Gerir 2 kanillengjur eða eina mjög stóra
Deig
1 bréf (12g)  þurrger
1,5 dl mjólk
2 egg
75 g sykur
450-500 g hveiti
200 g mjúkt smjör

Kanilkrem
200 g smjör
200 g sykur
4 msk kanill

  1. Hitið mjólkina þar til hún er fingurvolg og bætið þá gerinu saman við.
  2. Leyfið að standa í nokkrar mínútur og hrærið síðan eggjum og sykri saman við.
  3. Hnoðið síðan smjöri og hveiti saman við og látið deigið hefast í 30 mínútur.
  4. Gerið kanilkremið með því að hræra smjör, sykur og kanil vel saman.
  5. Skiptið deiginu því næst í 2 kúlur. Rúllið þeim í 2 ferninga ca. 30×40 cm og smyrjið kanilkremið á deigið. Það er gott að hafa ríflegt magn af kanilkremi en ég notaði það samt ekki alveg allt. Klippið síðan í deigið eins og sést á myndunum og lokið síðan til skiptis þar til vínabrauðið er alveg lokað.
  6. Penslið deigið að lokum með léttþeyttu eggi. Leyfið að hefast í 45 mínútur. Bakið síðan í 200°c heitum ofni í 18-20 mínútur.

Súkkulaðiglassúr
400 g flórsykur
6 msk kakó
2 tsk vanilludropar
70 g smjör, brætt

  1. Öllu blandað saman og þynnt með vatni eða kaffi. Hellt yfir vínabrauðin, magn að eigin smekk.
  2. Stráið möndluflögur yfir ef þið eigið slíkt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.