Vikumatseðill og vinningshafi í Bodum gjafaleiknum

Home / Uncategorized / Vikumatseðill og vinningshafi í Bodum gjafaleiknum

Við þökkum frábærar viðtökur í leik okkar og Ormsson þar sem við óskuðum eftir eiganda að þessari dásamlega fallegu Bodum CHAMBORD kaffikönnu.  Fjölmargir sögðu frá því af hverju þeir ættu skilið að eignast kaffikönnuna og erfitt að gera upp á milli. En við höfum valið og vinningshafinn er………………

bodum

 

Sigurborg Rútsdóttir en hún hafði þetta að segja:

“Fyrir það fyrsta þá verð ég að dásama síðuna þína en hún er alltaf fyrsti kosturinn þegar mig og maninn minn vantar innblástur og girnilegar uppskriftir og þær hafa aldrei klikkað! Ég er mikill kaffiunnandi en er ein um það á mínu heimili svo svona falleg pressukanna væri tilvalin fyrir mig og kaffigestina mína. Ég elska þennan koparlit, hún myndi passa fullkomlega á heimilið mitt.” 

Innilega til hamingju með nýju fallegu kaffikönnuna þína kæra Sigurborg. Vinsamlegast sendu mér póst á berglind@grgs.is til að fá upplýsingar um hvernig þú getur nálgast hana í verslun Ormsson.

Fyrir ykkur sem duttuð ekki í lukkupottinn að þessu sinni mæli ég með því að þið kíkjið niður í verslun Ormsson og skoðið fallega kaffikönnuúrvalið hjá þeim. Svona kaffikanna er að mínu mati falleg gjöf. Haldið svo áfram að fylgjast með því við munum í samstarfi við Ormsson vera með fleiri fallegar gjafir handa ykkur fram til jóla.

 

Vikumatseðill

Með þessari síðu er markmiðið að gera eldamennskuna auðveldari með uppskriftum af einföldum og fljótlegum réttum.  Miða við móttökurnar sem síðan hefur verið að fá held ég að okkur hafi tekist að ná því markmiði okkar. Við höfum því ákveðið að taka þetta skrefinu lengra og útbúa vikumatseðil sem getur gefið ykkur hugmyndir af góðum mat fyrir komandi viku.
Njótið vel!

Mánudagur

parmesan

Parmesan ýsa uppáhald allra
Þriðjudagur

IMG_4391

15 mínútna súpan

 

Miðvikudagur

Kotasælubollurnar vinsælu

 

Fimmtudagur

IMG_8112

Stökkt thai nautakjöt í mildri chilísósu

 

Föstudagur

Pizza bianca

 

Laugardagur

Jógurtpönnukökur með vanillusýrópi

 

Sunnudagur

IMG_7937-2

Uppáhalds kjúklingarétturinn 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.