Sushi í veisluna

Home / Fiskur / Sushi í veisluna

Sushi er ávallt vinsæll réttur og þá sérstaklega þegar margir koma saman. Sushi er einstaklega ljúffengt og létt í maga og tiltölulega einfalt í gerð. Hér eru hrísgrjónin aðalmálið mikilvægt að gefa sér smá tíma í að nostra við þau. Ef að þau eru gerð á réttan hátt eru manni allir vegir færir og hægt að útbúa sushirúllur eins og hverjum og einum þykir best.

Það er í miklu uppáhaldi hjá mér að útbúa sushi í góðum félagsskap, sötra á hvítvíni og spjalla. Svona kvöldstund sem getur ekki klikkað og ég átti einmitt eina slíka um daginn. Hjá mér voru aðilar sem voru að gera sushi í fyrsta sinn og undruðust á því hversu einfalt það í raun var.  Skemmtilegt var svo þegar allir prufuðu að gera sína útfærslu af sushirúllum með “fyllingu” að eigin vali, en hér að neðan eru tillögur að ýmsum útgáfum sem við mælum með.

Síðan var lagt á borð og veislunni startað. Boðið upp á hvítvínið Stemmari Pino Grigio sem átti svo sannarlega vel við að þessu sinni en þetta hvítvín er með meðalfyllingu, ósætt vín og líflegt sem fæst á góðu verði í verslunum ÁTVR og passar sérstaklega vel með sushi.

IMG_0650

Fyrir byrjendur er gott að vita að það er mikilvægt að eiga nokkra hluti áður en hafist er handa. Byrjendasettið má finna í öllum helstu matvöruverslunum en lista yfir þá má finna hér:

Nauðsynlegt fyrir sushigerð
Bambusmottur
Hrísgrjónaspaði
Prjónar
Þykkbotna pottur með loki
Sushi hrísgrjón
Noriblöð
Soyasósa
Hrísgrjónaedik
Wasabi
Engifer

Fyllingarnar eru ekki heilagar og hér er mikilvægt að vera óhræddur að prufa sig áfram. Meðfylgjandi er listi yfir þær fyllingar sem eru í uppáhaldi hjá okkur.

Tillögur að fyllingu

  • Djúpsteiktar rækjur, avacado og mangó
  • Gúrka, rauð paprika, avacado og mangó
  • Lax, grænt epli og steiktur laukur
  • Gúrka, avacado og krabbi
  • Túnfiskur, chilímauk og mayones
  • Lax, avacado, aspas og rjómapiparostur

IMG_0672

Sushirúlla hér með laxi, mangó, papriku og steikum lauk

IMG_0681

Fallegt og dásamlega bragðgott

IMG_0724

Borðað með prjónum

IMG_0730

Stemmarinn mættur og nú gat veislan hafist

IMG_0738

Sushi
Gefur ca. 5-6 rúllur
500 ml sushihrísgrjón (mælt en ekki vigtað), t.d. Sushi Rice frá Blue dragon
600 ml vatn

Edikblandan
75 ml hrísgrjónaedik, t.d. Rice Vinegar frá Blue dragon
45 g sykur
8 g salt

  1. Setjið hrísgrjónin í sigti og skolið þau vel með köldu vatni. Leggið þau síðan í bleyti í skál í um 30-40 mínútur.
  2. Setjið hrísgrjónin og vatn saman í djúpann pott og setjið lok á pottinn (hafið lokið á allan tímann). Hitið við lágan hita þar til suðan hefur komið upp. Slökkvið þá á hitanum og hafið lokið áfram á í 10 mínútur í viðbót (mikilvægt).
  3. Blandið hráefnunum fyrir edikblönduna saman og hrærið þar til allt er uppleyst.
  4. Hellið hrísgrjónunum í stórt glerílát (t.d. lasagnafat) og hellið edikblöndunni rólega yfir hrísgrjónin og blandið á meðan varlega saman með tréspaða.
  5. Setjið rakt stykkið yfir hrísgrjónin og látið kólna.
  6. Setjið noriblað á bambusrúllu. Oft læt ég örþunna línu af wasabi á enda noriblaðsins, en það er gott ef maður vill að rúllan rífi aðeins í. Setjið hrísgrjónin á noriblað en hafið efstu röndina auða til að geta lokað rúllunum auðveldlega.
  7. Leggið síðan það sem ykkur þykir best á rúlluna (sjá tillögur að fyllingu) en varist að ofhlaða hana.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.