Marengsskyrkaka með karamellusúkkulaði, Nóa kroppi og ferskum jarðaberjum

Home / Eftirréttir & ís / Marengsskyrkaka með karamellusúkkulaði, Nóa kroppi og ferskum jarðaberjum

Þessi dásamlegi eftirréttur með marengsbotni, skyrrjóma, karamellusúkkulaði, nóakroppi og jarðaberjum er algjörlega to die for. Ofureinfaldur og slær svo sannarlega í gegn hjá þeim sem hann bragða.

noi

Marengsskyrkaka með karmellusúkkulaði og jarðaberjum
2 marengsbotnar, hvítir
200 g. Pipp súkkulaði með karamellufyllingu, saxað
1/2 l rjómi, þeyttur
500 g vanilluskyr
1/2 poki Nóa kropp
jarðaber (eða ávextir að eigin vali), skorin niður

  1. Brjótið marensinn niður í skál eða form svipað og ofnfast mót.
  2. Þeytið rjóma og blandið vanilluskyri varlega saman við. Setjið karamellusúkkulaðið síðan út í og hellið skyrblöndunni yfir marengsinn.
  3. Dreifið að lokum hrískúlum og ávöxtum yfir. Berið fram og njótið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.