Lax með hunangs- og balsamikgljáa toppaður með tómata- og furuhnetukryddjurtamauki

Home / Fiskur / Lax með hunangs- og balsamikgljáa toppaður með tómata- og furuhnetukryddjurtamauki

Lax er ávallt vinsæll hjá mínum fjölskyldumeðlimum og þá þegar hann er eldaður samkvæmt þessari uppskrift. Hér er fiskurinn penslaður hunangs- og balsamikgljáa og toppaður með kryddjurtamauki með tómötum, furuhnetum og steinselju. Rétturinn er himneskur á bragðið og svo einfaldur og fljólegur í gerð.

IMG_7288

Lax með balsamikgljáa, furuhnetum, tómötum og kryddjurtamauki
700 g laxaflak
200 g franskbrauð, dagsgamalt eða léttristað
1 búnt steinselja
2 hvítlauksrif
3 tómatar
25 g furuhnetur
1 msk hunang
0.75 dl balsamik edik
2-3 msk ólífuolía
salt og pipar

Kryddjurtamauk
Setjið brauð, steinselju og hvítlauk í matvinnsluvél og maukið vel saman. Kjarnhreinsið tómatana og skerið í smáa teninga. Blandið tómötum, furuhnetum, brauðmylsnum, salti og pipar saman ásamt olíunni.

Síróp
Setjið balsamikedik og hunang saman í popp og sjóðið þar til að hefur þykknað. Kælið lítillega og hellið siðan yfir laxinn. Setjið kryddjurtamaukið síðan yfir það og setjið síðan í 200°c heitan ofn í um 20 mínútur. Berið fram með kartöflum eða kartöflusalati.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.