Rice Krispies bananakaka með Pipp karamellusúkkulaði

Home / Kökur & smákökur / Rice Krispies bananakaka með Pipp karamellusúkkulaði

Þessi dásamlega Rice Krispies kaka með Pipp karamellusúkkulaði,  bönunum og rjóma er elskuð af öllum, bæði ungum sem öldnum. Þessi kaka er mjög þægileg og fljótleg, þarf ekkert að baka og hana er hægt að frysta og geyma í nokkra daga. Uppskriftina fékk ég frá vinkonu minni henni Jónu Svövu Sigurðardóttur en hún hefur bakað hana fyrir ófá afmælin og alltaf er þessi fyrst til að klárast. Látið þessa ekki fram hjá ykkur fara!

IMG_7604

Rice Krispies bananakaka með Pipp karamellufyllingu
Rice Krispies
100 gr konsúm súkkulaði
100 gr pipp með karmellufyllingu
100 gr smjör
4 msk sýróp
4 bollar rice crispies

  1. Setjið allt saman í pott og hitið þar til súkkulaðið er bráðnað. Setjið í skál ásamt 4 bollum af rice crispies, blandið saman og setjið á kökudisk. Gott að kæla í ísskáp eða frysti áður en rjóminn er settur ofan á.

Rjómafylling
1 peli rjómi
1-2 bananar

  1. Þeytið rjómann, skerið banana niður í skífur og og blandið út í rjómann. Setjið ofan á rice crispies botninn. Kælið.

Karmella
20-25  rauðar töggur eða rauðu góu karmellurnar
1/2 dl rjómi

  1. Bræðið karmellurnar með rjómanum í potti, kælið niður. Setjið svo á rjómann.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.