Ómótstæðileg Oreo ostakaka á 15 mínútum

Home / Kökur & smákökur / Ómótstæðileg Oreo ostakaka á 15 mínútum

Fyrir þá sem elska Oreokexkökur og eftirrétti án mikillar fyrirhafnar kemur enn ein snilldin. Hér er á ferðinni eftirréttur sem hefur í mörg ár gengið á milli manna og allir hafa lofað. Hér breyti ég aðeins uppskriftinni og læt sýrðan rjóma í stað rjómaosts og svei mér það ef hún verður ekki við það enn léttari og ljúffengari. En að sjálfsögðu má nota rjómaostinn fyrir þá sem kjósa það. Ef þið hafið aldrei prufað þennan skulu þið gera það núna.

IMG_7822

 

Oreo ostakaka með vanillubúðingi
1 pakki Royal vanillubúðingur
240 ml mjólk
1 tsk vanilludropar
300 ml rjómi
1 dós (180g) sýrður rjómi
125 g flórsykur
2 pakkar (32 stk) Oreokex

  1. Hellið vanillubúðinginum, mjólk og vanilludropunum saman í skál og hrærið vel. Setjið í ísskáp í um 5 mínútur eða þar til búðingurinn er orðinn stífur.
  2. Hrærið flórsykri og sýrðum rjóma saman.
  3. Þeytið rjómann og blandið síðan öllu saman í skál.
  4. Myljið Oreokexið í plastpoka eða matvinnsluvél.
  5. Dreifið helminginum af því í mótið og hellið búðinginum yfir. Stráið svo afganginum af Oreokexinu yfir allt. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.