Mjólkurlaus og meinholl hindberjaostakaka

Home / Fljótlegt / Mjólkurlaus og meinholl hindberjaostakaka

Þessi ostakaka er ein af mínum uppáhaldskökum þessa dagana. Hún er ótrúlega bragðgóð og frískandi og ekki skemmir fyrir að hún er í hollari kantinum. Kakan er glúten og mjólkurlaus og hentar vel fyrir þá sem eru vegan ef þeir nota sýróp í staðin fyrir hunangið og sleppa matarlíminu. Þessa dásemd er frábært að eiga í frystinum ef óvænta gesti ber að garði eða ef kökuþörfin gerir skyndilega vart við sig.

ostakaka

ostakaka1

Mjólkurlaus hindberjaostakaka
Botn
½ bolli möndlur (líka hægt að nota pekan- eða valhnetur)
½ bolli döðlur
¼ tsk sjávarsalt
1-2 msk vatn ef þarf

Fylling
1 ½ bolli kasjúhnetur lagðar í bleyti í a.m.k 5 klst (helst yfir nóttu)
5 msk sítrónusafi
Fræin úr einni vanillustöng
1 tsk vanilldropar
1/3 bolli kókosolía
1/3 bolli hunang, agave eða hlynsýróp
2 blöð af matarlími (má sleppa)
1 bolli frosin hindber afþýdd
Ferk hinber til að skreyta með (má sleppa)

  1. Byrjið á að leggja kasjúhneturnar í bleyti, helst yfir nótt.
  2. Setjið allt sem á að fara í botninn í matvinnsluvél og vinnið þar til það klístrast saman. Ef blandan er of þurr þá má bæta við örlitlu vatni.
  3. Þrýstið blöndunni í botninn á smelluformi og setjið síðan í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna.
  4. Hitið kókosolíuna og hunangið í potti við lágan hita þar til það verður fljótandi. Ef þið viljið nota matarlím til að gera kökuna stífari leggið þá 2 blöð af matarlími í vatn í 2-3 mínútur og hrærið þeim síðan saman við heita kókosolíuna og hunangið í pottinum.
  5. Kælið blönduna í pottinum örlítið og setið hana síðan í blandara ásamt kasjúhnetunum, vanillunni og sítrónusafanum og vinnið saman þar til blandan er silkimjúk.
  6. Hellð sirka 2/3 af blöndunni í smelluformið.
  7. Setjið hindberin út í blandarann og blandið vel saman við þar til engir bitar eru eftir. Hellið þá hindberjablöndunni ofan á fyrri fyllinguna.
  8. Setjið kökuna í frystir og takið hana síðan út um það bil hálftíma áður en hún er borin fram og skreytið með ferskum berjum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.