Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu

Home / Fljótlegt / Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu

Dóttir mín hefur verið að spyrja mig síðan í desember hvenær sumarið mæti á svæðið. Eftir ævintýri vetrarins er það mikil gleði að geta sagt að sumarið sé loksins komið.  Að því tilefni gerði ég þetta sumarlega spínat berjasalat með chia hindberjadressingu.

Salatið meinhollt en í því er spínat sem er skilgreint sem ofurfæða og inniheldur hátt hlutfall af vítamínum, fólínsýru, steinefnum og járni ásamt miklu magni af Pólýfenólum og andoxunarefnum sem hafa jákvæð heilsufarsleg áhrif á líkamann.  Berin innihalda mikið af andoxunarefnum, þau lækka blóðþrýstinginn og verja hjartað og eru stútfull af nauðsynlegum vítamínum og steinefnum.  Chia fræ er ofurfæða en í þeim er bæði nóg af kalki og pró­tíni fyrir vefi lík­am­ans. Nær­ing­ar­efni þeirra efla einnig starf­semi heil­ans. Pekanhnetur innihalda meira en 19 vítamín og steinefna og eru sérstaklega ríkar af andoxunarefnum. Pekanhnetur eru einnig troðfullar af próteinu. Með öðrum orðum þetta salat kemur þér vel af stað í áttina að heilbrigðum líffstíl.

Uppskriftin er ekki heilög og um að gera að nota það sem þið eigið til í ísskápnum hverju sinni og bæta við t.d. kiwi, eplum, skipta út fetaosti fyrir geitaosti, sleppa kjúklinginum fyrir grænmetisætur eða að hafa salatið sem meðlæti og svona mætti lengi telja.

Njótið vel!

IMG_0614

IMG_0621

IMG_0642

 

IMG_0734

 

Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu
1 poki lífrænt spínat, t.d. frá Hollt & Gott
250 g  jarðaber, skorin í sneiðar
200 g bláber
1 krukka hreinn fetaostur
1 -2  eldaðar kjúklingabringur, skornar í litla bita
200 g pekanhnetur, ristaðar

Chia hinberjadressing
120 ml hvítvínsedik
60 ml ólífuolía
40 g fersk eða frosin hindber
2 msk hunang
1 msk chia fræ

  1. Setjið spínatið í skál.
  2. Raðið bláberjum, jarðaberjum, fetaosti, kjúklingi og pekanhnetum yfir spínatið.
  3. Gerið dressinguna með því að setja allt nema chia fræ í blandara og blandið vel saman. Smakkið hana til og bætið við hunangi ef hún er of súr.  Setjið chia fræjin saman við og blandið saman við með skeið.
  4. Hellið smá af dressingunni saman við salatið og blandið öllu vel saman. Berið fram og bætið við aukadressingu eftir þörfum og smekk hvers og eins.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.