Spicy eggjasalat með vorlauk og grillaðri papriku

Home / Fljótlegt / Spicy eggjasalat með vorlauk og grillaðri papriku

Hér er á ferðinni snilldar eggjasalat með chilímauki, vorlauki og grillaðri papriku. Skemmtileg tilbreyting frá venjubundna eggjasalatinu sem er þó alltaf gott og svo ótrúlega gott. Chilímaukið setur hér punktinn yfir i-ið á þessu frábæra eggjasalati sem þið hreinlega verðið að prufa.

IMG_0805

Ómótstæðilegt eggjasalat tilbúið á 10 mínútum

 

IMG_0838

Dásamlegt á kex eða brauð

Spicy eggjasalat með vorlauk og grillaðri papriku
4 egg, soðin og skorin niður í litla bita eða söxuð
1 rauð paprika, grilluð (hægt að kaupa í krukku), söxuð
2 vorlaukar, saxaðir (bæði græni og hvíti hlutinn)
3 msk sýrður rjómi (eða majones)
1 hvítlauksrif pressað (eða ½ tsk hvítlauksduft)
½ – 1 tsk minched hot chili frá Blue dragon (meira eftir smekk hvers og eins)
salt og pipar til bragðbætingar.

  1. Blandið eggjum, grillaðri papriku og söxuðum vorlauk saman í skál.
  2. Gerið sósuna og setjið sýrðan rjóma, hvítlauk og chilí maukið saman í skál og blandið vel. Bætið síðan eggjum, papriku og söxuðum vorlauk saman við sósuna.
  3. Saltið og piprið að eigin smekk og bætið við chilímauki ef þið viljið fá meira chilíbragð.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.