Oreo ostakaka með hnetusmjörrjóma sem ekki þarf að baka

Home / Eftirréttir & ís / Oreo ostakaka með hnetusmjörrjóma sem ekki þarf að baka

Fyrir okkur sem elskum Oreokexkökur, hnetusmjör og rjóma og allt sem tekur enga stund að gera að þá er þetta rétta kakan fyrir ykkur. Himnesk, einföld og unaðslega góð Oreo ostakaka með hnetumjörrjóma og salthnetum.

IMG_1349

 

Oreo ostakaka með hnetusmjörrjóma sem ekki þarf að baka
20 stk Oreo kexkökur
60 g smjör, brætt
225 g Philadelphia rjómaostur
250 g hnetusmjör
2 tsk vanilludropar
125 g flórsykur
250 ml rjómi

salthnetur, til skrauts

  1. Byrjið á að gera botninn með því að mylja oreokkurnar niður t.d. í matvinnsluvél.  Blandið smjörinu saman við og setjið þetta í botninn á mótinu.
  2. Hrærið rjómaosti og hnetusmjöri vel saman og bætið því næst vanilludropum og flórsykri saman við.
  3. Hrærið rjómann sér og hrærið hann síðan varlega saman við hnetusmjörblönduna með sleif. Setjið á kexbotninn og stráið nokkrum salthnetum yfir.  Geymið í ískáp í 3-4 klst eða jafnvel lengur áður en kökunnar er notið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.