Heimsins besta kjúklingasalatið

Home / Fljótlegt / Heimsins besta kjúklingasalatið

Sumar, sól og kjúklingasalat er eitthvað sem smellpassar saman ég tala nú ekki um ef þið bætið smá vel kældu hvítvíni með. Hér er á ferðinni eitt allra besta kjúklingasalat sem ég hef á ævinni bragðað. Það inniheldur kjúkling sem er marineraður í soya-, hvítlauks- og engifersósu og síðan eldaður í ofni. Lífrænt spínat og klettasalat er sett í skál og síðan er hitt hráefnið skorið niður og sett saman við ásamt kjúklinginum.

Þetta salat er bæði í senn ofureinfalt og ótrúlega gott. Með þessu bar ég fram Allegrini Soave hvítvín frá Ítalíu sem er létt og ferskt og smellpassar með þessu dásemdar salati sem og öðrum léttum réttum.

IMG_2050

Hollt, gott og hreinn unaður

IMG_2074
Soave Allegrini er sannkallað sumarvín

IMG_2085
Engifer og hvítlauksmarineraður kjúklingur í salati með jarðaberjum og döðlum

Kjúklingasalat með jarðaberjum og döðlum
Fyrir 4-6 manns
900 kjúklingalundir (meira eftir þörfum), t.d. frá Rose Poultry
2 msk soyasósa, t.d. Blue dragon Soy sauce
4 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif, söxuð
1 msk engiferrót, rifin
100 g lífrænt spínat frá Hollt&Gott
1 poki klettasalat frá Hollt&Gott
1/2 krukka fetaostur, án olíunnar
1 askja kirsuberjatómatar
1/2 rauðlaukur
1 agúrka
1 lítil askja jarðaber
1 handfylli döðlur
1 poki furuhnetur, ristaðar

  1. Gerið marineringuna með því að blanda saman ólífuolíu, hvítlauksrifjum og engifer og hræra vel. Setjið kjúklinginn í eldfast mót, hellið marineringunni yfir og látið marinerast eins lengi og tími gefst eða frá 15 mín til 4 klst. Setjið inn í 175°c heitan ofn og eldið í ca. 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og aðeins farinn að dökkna.
  2. Setjið spínat og klettasalat í skál. Skerið hin hráefnin í bita og blandað saman við salatið. Að lokum er kjúklingurinn skorinn í bita og sett út í salatið.
  3. Gott er að bera salatið fram með fetaostaolíu sem er sett yfir salatið eftir þörfum hvers og eins.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.