Þessar rjómalöguðu kartöflur fékk ég í matarboði á dögunum hjá matgæðingnum og vinkonu minni henni Jennu Huld. Máltíðin var dásamleg og síðan þá hef ég verið með þráhyggju yfir þessum rjómalöguðu kartöflum með söxuðum vorlauk sem hún bauð upp á með steikinni og er svo yndisleg að deila hér henni með okkur. Hér er klárlega á ferðinni meðlæti sem setur punktinn yfir i-ið á góðri máltíð.
Þarf alltaf að vera rjómi?
Rjómalagaðar kartöflur
400 g kartöflur
80 ml rjómi
50 ml vatn
25 g vorlaukur, saxaður
- Byrjið á að skræla kartöflurnar og skera þær í litla bita.
- Setjið olíu á pönn og steikið í um 5 mínútur eða þar til þær eru byrjaðar að verða glærar. Saltið og piprið.
- Hellið 80 ml af rjóma og 50 ml af vatni út á. Lækkið hitann og látið malla í 5-10 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
- Bætið vatni á pönnuna ef rjóminn verður of þykkur.
- Skerið vorlauk i þunnar sneiðar og bætið saman við kartöflurnar.
Leave a Reply