Tyrkisk Peber Panna cotta

Home / Eftirréttir & ís / Tyrkisk Peber Panna cotta

Einn af uppáhalds eftirréttum fjölskyldunnar er Panna Cotta en sá réttur er mitt í milli þess að vera ís og búðingur og er mjög einfaldur í gerð. Kosturinn við hann er að hann má gera nokkrum dögum áður en hans er notið. Áður hef ég birt uppskrift af Panna Cotta með hindberjasósu en hér er hann hreinlega ómótstæðilegur með muldum Tyrkisk Peber brjóstsykri sem enginn aðdáandi hans ætti að láta fram hjá sér fara.

 

 

Tyrkisk Peber Panna cotta
Fyrir ca. 10 stk
4 dl rjómi
2 1/2 dl kaffirjómi
150 gr. sykur
1 tsk vanilludropar
5 blöð matarlím
1 poki Tyrkisk Peber, mulinn fínlega

  1. Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn, í 5-10 mín.
  2. Setjið rjóma, kaffirjóma og sykur í pott. Bætið vanilludropum saman við.
  3. Hitið við vægan hita að suðu. Takið pottinn af hellunni áður en suðan kemur upp. Kreistið vatnið úr matarlíminu, setjið það út í pottinn og hrærið þar til það er uppleyst.
  4. Hellið í form og setjið 1-2 msk af muldum Tyrkisk Peber í hvert form og frystið. Takið úr frysti rétt áður en hann er borinn fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.