Vinsælustu uppskriftir GRGS ársins 2016

Home / Jólin / Vinsælustu uppskriftir GRGS ársins 2016

Þá er kominn tími á að gera upp árið 2016 í máli og myndum. Það er alltaf gaman að líta yfir farinn veg áður en maður dembir sér í nýja árið. GulurRauðurGrænn&salt fékk lénið grgs.is og voru margir sem glöddust yfir því enda töluverð vinna sem fer í að skrifa nafnið sem hægt er þá að stytta sem GRGS. Síðan á sína dyggu lesendur og ávallt bæta nýjir í hópinn. Fyrir það má þakka og geri ég það hér með. Takk þið öll sem hafið fylgt GRGS í gegnum árin, fyrir að koma með ábendingar, senda ykkar útgáfur af uppskriftunum og aðstoða við að gera síðuna enn betri.

Margar frábærar uppskriftir hafa litið dagsins ljós á árinu og flestar eiga þær það sameiginlegt að vera einfaldar og fljótlegar sem eru þær uppskriftir sem við erum hrifnust af. Ég tók saman þær uppskriftir sem náðu að vera þær allra vinsælustu. Megi þið njóta vel og megi árið 2017 vera gott uppskriftaár á GRGS.

 

 

snickerskúlur

Hollar Snickerskúlur með þremur innihaldsefnum
Uppskrift sem kom sá og sigraði þegar hún kom inn á síðuna í byrjun árs 2016 enda er hún einstaklega einföld í gerð, holl og dásamlega bragðgóð. Uppskriftina má finna hér.

 

IMG_0734

Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu
Þetta dásemdar salat er með kjúklingi, pekanhnetum, spínati og fetaosti og toppað með ljúfri chia hindberjadressingu. Ofureinfalt í gerð og uppfullt af góðum næringarefnum.

 

IMG_6389

Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum
Það er óhætt að segja að mikillar hrifningar hafi gætt þegar uppskriftin af þessu ómótstæðilega sætkartöflusalati kom á vef GulurRauðurGrænn&salt enda skal engan undra. Salatið er meinhollt, litríkt og inniheldur öll uppáhalds hráefnin okkar. Uppskriftina má finna hér.

 

noi

Marengsskyrkaka með karamellusúkkulaði, Nóa kroppi og ferskum jarðaberjum
Marengs, vanilluskyr með þeyttum rjóma, karamellusúkkulaði, Nóa kropp sem gefur eftirréttinum smá crunch, toppað með ferskum jarðaberjum. Þessi réttur er frábær og snöggur í gerð. Uppskriftina má finna hér.

 

IMG_6898 (1)

Asískur lax með hunangsgljáa
Einn vinsælasti fiskréttur ársins og klárlega minn uppáhalds. Það eru engar ýkjur þegar ég segi að laxinn hreinlega bráðnar í munni.  Rétturinn rífur aðeins í en hann hentar engu að síður öllum fjölskyldumeðlimum. Uppskriftin er hér.

 

IMG_7433

Mexíkóskur brauðréttur með pepperoni og sólþurrkuðum tómötum
Þennan gæti ég borðað í öll mál og lesendur GulurRauðurGrænn&salt eru greinilega sammála mér því hann sló í gegn um leið og uppskriftin kom inn. Frábær samsetning, einfaldur og dásamlega bragðgóður. Uppskritin er hér.

 

IMG_7604

Rice Krispies bananakaka með Pipp karamellusúkkulaði
Engin orð ná að lýsa því nægilega vel hversu dásamleg þessi kaka er. Ein vinsælasta kaka ársins 2016 og deilt um þúsund sinnum fyrsta sólahringinn. Ef þið hafið ekki gert þessa að þá mælum við með því að gera það hið fyrsta. Uppskriftin er hér.

 

snúðar

Snúðar betri en úr bakaríi
Mögulega heimsins bestu snúðar og lesendur eru sammála því. Nú þarf ekki lengur að kaupa snúða úr bakaríi. Þessir slá öllu við. Uppskriftin er hér.


IMG_0864

Hunangsbrauð með haframjöli og valhnetum
Vinsælasta brauð ársins og frábært alveg hreint. Uppskriftin er hér.

 

IMG_0805

Spicy eggjasalat með vorlauk og grillaðri papriku
One love á þessa snilld. Einfalt og algjörlega ómótstæðilegt eggjasalat með vorlauk og grillaðri papriku sem setur punktinn yfir i-ið. Uppskriftin er hér fyrir ykkur að njóta.

 

IMG_7586

Avacadosalat með agúrku og tómötum 
Frábært eitt og sér eða sem meðlæti með öllum mat. Þetta avacadosalat með agúrku og tómötum er ofureinalt í gerð og meinhollt. Eiginlega nauðsynlegt að prufa þetta ef þið hafið ekki gert það nú þegar. Uppskriftin er hér.

 

ostakaka

 

Mjólkurlausa og meinholla hindberjaostakakan
Þessi er mjólkurlausa hindberjaostakaka er uppáhalds holla kaka lesenda ársins 2016 enda virkilega góð.  Uppskriftin er hér.

 

humarsalat

Humarpasta með basilpestói
Fyrir alla sælkera sem elska góðan mat án mikillar fyrirhafnar þá er þetta rétturinn fyrir ykkur. Þvílík dásemd sem hann er. Uppskriftina finnið þið hér.

 

IMG_2085

Heimsins besta kjúklingasalat
Við elskum góð kjúklingasalöt og þetta hérna er hreinn unaður með jarðaberjum, döðlum, furuhnetum og fleira gúmmelaði sem gerir þetta að okkar mati að heimsins besta kjúklingasalati. Dæmi hver fyrir sig. Uppskriftin er hér.

 

IMG_1796

Avacado franskar sem rokka
Einu sinni byrjað þú getur ekki hætt. Franskar færast upp á nýtt og betra plan með þessum avacado frönskum, hljómar kannski einkenninlega en trúið mér þær eru frábærar. Uppskriftina má finna hér.

 

img_6548

Tagliatelle í parmaskinkurjóma
Uppskrift “aldarinnar” er pastaréttur gerður úr fersku pasta með parmaskinkurjóma og kirsuberjatómötum mýktum á pönnu sem er síðan velt upp úr balsamik ediki. Uppskriftin er hér.

 

IMG_4206

Besta eplakakan
Það er að mínu mati ákveðin nostalgía fólgin í því að gæða sér á volgri eplaköku með rjóma. Uppskriftirnar eru margar og kosturinn við eplakökubakstur er að yfirleitt eru þær mjög einfaldar í gerð. Þessi uppskrift er orðin mitt nýja uppáhald. Svo mikil snilld að hálfa væri nóg. Uppskriftin er hér.

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.