Quesadillas með nautahakki og bræddum osti

Home / Fljótlegt / Quesadillas með nautahakki og bræddum osti

Þessar mexíkósku quesadillas með nautahakki og bræddum osti eru uppáhald allra og virkilega góður “comfort food” svona yfir vetrartímann. Oft geri ég fræga guagamole hans Kára með þessum rétti og ber fram með góðu salati og hrísgrjónum, jafnvel smá pico de gallo sem er smátt saxaðir tómatar með hvítlauk, olíu og steinselju svo eitthvað sé nefnt. Chilí í dós er vanfundinn á Íslandi en þá má líka nota nokkrar jalapenos sneiðar í staðinn, magn eftir smekk. Hér er á ferðinni virkilega bragðgóður réttur sem er fljótlegur í gerð og hentar fyrir alla fjölskylduna.

 

 

Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
500 g nautahakk
1/2 bolli steiktar baunir (refried beans)
1 dós saxað grænt chili í dós án vökva (t.d. Old El Paso chopped green chili)
1/2 tsk oregano krydd
1/2 tsk cumin (ath ekki sama og kúmen)
2 tsk chili duft
1/2 tsk salt
4 tortillur
smjör
2 bollar rifinn ostur

  1. Steikið nautakjötið á pönnu við meðalhita þar til það er ekki lengur bleikt. Takið mestann vökvann af pönnunni og bætið steiktum baunum, chili, oregano, cumin, chili dufti og salti. Látið malla í 3-4 mínútur.
  2. Smyrjið tortillu með smjöri á einni hliðinni og setjið þá hlið á heita pönnu. Stráið osti yfir alla tortilluna. Setjið svo kjötblönduna á einn helming tortillunnar.
  3. Steikið þar til tortillan hefur brúnast lítillega og osturinn hefur bráðnað. Flettið þá helminginum af tortillunni sem ekki er með kjöti yfir kjötið og þrýstið aðeins saman.  Takið af pönnunni og endurtakið með hinar tortillurnar.
  4. Skerið í sneiðar og berið fram með góðu guagamole, hrísgrjónum og salati.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.