Alþjóðlegi vöffludagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 25. mars og að því tilefni er vel við hæfi að birta uppskrift að vöfflum sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Vöfflurnar eru stökkar og bragðgóðar og einfaldar í gerð og góða með sultu og rjóma, nú eða jafnvel vanilluís.
Vöfflur eru ávallt jafn vinsælar
Heimsins bestu vöfflur
2 egg
1 dl sykur
2 dl súrmjólk
1 1/2 dl vatn
350 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk natron
1 tsk kardimommudropar
125 g bráðið smjör
- Hrærið egg og sykur þar til blandan er orðin létt og ljós.
- Bætið súrmjólk og vatni saman við og því næst þurrefnum. Hrærið þar til blandan er laus við kekki. Látið standa í 15 mínútur.
- Hrærið smjöri að lokum saman við og bakið gómsætar vöfflur.
Leave a Reply