Pestó pasta með aspas og sólþurrkuðum tómötum

Home / Fljótlegt / Pestó pasta með aspas og sólþurrkuðum tómötum

Ómæ…það sem ég elska góðan mat, gott pasta og já …aspas. Settu ferskan aspas í mat og ég mun elska hann. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað mér finnst um þennan gúrm pastarétt sem inniheldur basilpestó, sólþurrkaða tómata, mozzarella og grillaðan  aspas. Þvílíkt “match made in heaven” sem þessi blanda er. Rétturinn er tilbúinn á 15 mínútum og þar sem helgin er að nálgast er um að gera að skella hvítvíni í kælinn og njóta.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna en þeir bjóða nú upp á 20% afslátt af öllum vörum frá Jamie Oliver. Athugið að í þessa uppskrift má notast við hvaða pastategund sem heillar. Ég var í stuði fyrir spaghetti að þessu sinni.

 

 

Þvílík og önnur eins dásemd!

Basilpestó pasta með aspas og sólþurrkuðum tómötum
250 g spaghetti, t.d. frá Jamie Oliver
500 g ferskur aspas, neðsti hlutinn skorinn frá
2 msk ólífuolía, t.d. Jamie Oliver olive oil
sjávarsalt og pipar
1/2 bolli basil pestó, t.d. frá Jamie Oliver
1/3 bolli sólþurrkaðir tómatar,  t.d. frá Jamie Oliver
1/3 bolli ferskur mozzarella, skorinn í teninga

  1. Setjið aspasinn á smjörpappírinn á ofnplötu. Dreypið smá af olíu yfir hann, saltið og piprið. Veltið honum aðeins þannig að kryddið fari á allan aspasinn. Setjið í 200°c heitan ofn í 8-12 mínútur eða þar til hann er mjúkur að innan en stökkur að utan.
  2. Takið úr ofni og kælið lítillega. Skerið niður í bita.
  3. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
  4. Setjið spaghetti, aspas, basilpestó, sólþurrkaða tómata og mozzarella saman í skál og blandið vel saman.
  5. Berið strax fram með parmesanosti og ef til vill hvítlauksbrauði.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.