Quesadillas með nautahakki og bræddum osti

Home / Fljótlegt / Quesadillas með nautahakki og bræddum osti

Einfaldur kvöldmatur eins og hann gerist bestur með þessari mexíkósku quesadillas uppskrift.  Þó uppskriftin sé einföld kemur bragðið skemmtilega á óvart. Njótið vel!

Quesadillas með nautahakki og bræddum osti

500 g nautahakk
1/2 bolli refried baunir
1 dós (4oz) græn chilli
1/2 tsk oregano
1/2 tsk cumin (ekki kúmen)
2 tsk chiliduft
1/2 tsk salt
4 tortillur
smjör
2 bollar rifinn ostur

  1. Steikið nautahakk á pönnu við meðalhita þar til það er ekki lengur bleikt. Hellið allri fitu af.
  2. Bætið baunum, chilí og kryddum saman viði. Steikið í um 3 mínútur í viðbót. Takið af pönnunni.
  3. Smyrjið tortillu með smjöri og leggið á meðalheita pönnu, látið smjörhliðina snúa niður. Stráið osti yfir alla tortilluna. Setjið síðan nautahakk yfir ostinn á annan helming tortillurnar. Hitið þar til osturinn er farinn að brúnast. Leggið þá kjötlausa hluta tortillunnar yfir nautahakkið og þrýstið vel saman. Takið af pönnunni og endurtakið með hinar tortillurnar.
  4. Skerið í sneiðar og berið fram.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.