Einfaldur kvöldmatur eins og hann gerist bestur með þessari mexíkósku quesadillas uppskrift. Þó uppskriftin sé einföld kemur bragðið skemmtilega á óvart. Njótið vel!
Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
500 g nautahakk
1/2 bolli refried baunir
1 dós (4oz) græn chilli
1/2 tsk oregano
1/2 tsk cumin (ekki kúmen)
2 tsk chiliduft
1/2 tsk salt
4 tortillur
smjör
2 bollar rifinn ostur
- Steikið nautahakk á pönnu við meðalhita þar til það er ekki lengur bleikt. Hellið allri fitu af.
- Bætið baunum, chilí og kryddum saman viði. Steikið í um 3 mínútur í viðbót. Takið af pönnunni.
- Smyrjið tortillu með smjöri og leggið á meðalheita pönnu, látið smjörhliðina snúa niður. Stráið osti yfir alla tortilluna. Setjið síðan nautahakk yfir ostinn á annan helming tortillurnar. Hitið þar til osturinn er farinn að brúnast. Leggið þá kjötlausa hluta tortillunnar yfir nautahakkið og þrýstið vel saman. Takið af pönnunni og endurtakið með hinar tortillurnar.
- Skerið í sneiðar og berið fram.
Leave a Reply