Tryllt nachos ídýfa

Home / Fljótlegt / Tryllt nachos ídýfa

Þessa nachos ídýfu hef ég gert í mörg ár og lengi reynt að finna ídýfur sem nálgast þessa þegar kemur að dásemd og einfaldleika. Sama við hvaða tækifæri hún er borin fram ávallt vekur hún jafn mikla lukku. Þessi færir ykkur vel inn í helgina. Njótið vel!

Heit nachos ídýfa
400 g Philadelphia naturell rjómaostur
1 krukka salsasósa, ég nota medium hot
1 poki mozzarella, rifinn
1 poki nachosflögur

  1. Smyrjið rjómaostinum í ofnfast mót.
  2. Hellið salsasósunni yfir.
  3. Stráið ostinum yfir allt, magn eftir smekk.
  4. Setjið í 180°c heitan ofn í um 20 – 30 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinn að lit.
  5. Berið fram heita með nachosflögum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.