Mexíkósk súpa með rjómaosti og salsasósu

Home / Fljótlegt / Mexíkósk súpa með rjómaosti og salsasósu

Veturinn minnti svo sannarlega á komu sína um helgina með hressilegri lægð og mikið sem það var gott að þurfa ekkert að fara út úr húsi meðan hún gekk yfir. Þrátt fyrir að sumarið sé dásamlegur tími og veturinn geti oft á tíðum reynt á andlegu hliðina að minnsta kosti  til lengdar þá er eitthvað svo heillandi við þetta tímabil. Jólin eru á næsta leiti, fullt af kertaljósum, teppi, seríur, te og ekkert sem bragðast jafn vel á þessum árstíma og matarmiklar súpur.

Það er því við hæfi að birta uppskrift af súpu með mexíkósku ívafi sem er uppáhald fjölskyldunnar með rjómaosti og salsasósu, toppuð með osti og nachoskurli.

Þessi súpa yljar á köldum vetrarkvöldum

Mexíkósk kjúklingasúpa með rjómaosti og salsasósu
Styrkt færsla
Fyrir 4
4 kjúklingabringur, t.d. Rose Poultry
1 líter tómat passata (maukaðir tómatar)
1 dós tómatar, saxaða
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð
1 paprika, skorin í teninga
1 líter tómat passata (maukaðir tómatar)
1 dós tómatar, saxaðir
2 tsk Oscar kjúklingakraftur
200 g Philadelphia rjómaostur
3 msk salsasósa
1 1/2 tsk chilíduft
1 1/2 tsk cayenne pipar
svartur pipar

Meðlæti
nachos
sýrður rjómi
rifinn ostur
ferskt kóríander saxað

  1. Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu
  2. Setjið 1 msk af smjöri og 1 msk af olíu á pönnu og steikið lauk og hvítlauk þar á þar til laukurinn hefur fengið gylltan lit.
  3. Bætið þá papriku saman við og steikið áfram.
  4. Setjið því næst tómat passata, tómata úr dós og kjúklingakraft saman við. Látið malla í nokkrar mínútur.
  5. Bætið því næst rjómaosti, sýrðum rjóma, salsasósu saman við og smakkið til með chilídufti, cayenne og ríflegu magni af svörtum pipar. Látið malla við vægan hita í um 30 mínútur. Þynnið með vatni ef þörf er á.
  6. Bætið að lokum kjúklingi saman við og hitið.
  7. Hellið í skálar og berið fram með nachosflögum, sýrðum rjóma, kóríander og rifnum osti.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.