Heimagerðir hraunbitar með söltuðum möndlum og daimkurliPrenta

Þessir heimagerðu sælgætisbitar eru algjört æði. Þeir minna helst á hraunbita þar sem saltaðar möndlur og Daimkurl setja punktinn yfir i-ið. Ókosturinn við þessa annars dásamlegu bita er að þrátt fyrir að vera fljótlegir í gerð þá klárast þeir oftast enn hraðar. Því er gott að tvöfalda uppskriftina bara strax. Varist að vera ein heima með þessum…einu sinni byrjað þið getið ekki hætt!

Tryllt góðir sælgætisbitar

 

Heimagerðir hraunbitar með söltuðum möndlum og Daimkurli
100 g möndlur
1 msk ólífuolía
1 tsk sjávarsalt
100 g rjómasúkkulaði
50 g dökkt súkkulaði
1 poki Daim kurl
4 dl Rice Krispies

  1. Blandið möndlum, ólífuolíu og sjávarsalti saman og hellið á bökunarplötu með smjörpappír. Ristið möndlurnar í 200°c heitum ofni í um 7 mínútur.
  2. Bræðið rjómasúkkulaði og dökka súkkulaðið saman og kælið lítilega. Saxið daim og  möndlur og bætið því ásamt ristuðu möndlunum og Rice Krispies saman við súkkulaðið. Blandið vel saman.
  3. Leggið smjörpappír í brauðform og hellið blöndunni þar í. Þrýstið vel niður.
  4. Setjið í frysti í um 30 mínútur og skerið síðan í bita. Geymið í loftþéttum umbúðum í kæli.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *