Dumle karamellubitar tilbúnir á 5 mínútum

Home / Eftirréttir & ís / Dumle karamellubitar tilbúnir á 5 mínútum

Þá er komið að notalegasta mánuði ársins, að mínu mati, og loks orðið fullkomlega löglegt að missa sig í smá jólastemmningu. Ég elska þennan árstíma og nýt hans i botn.

Undanfarið hefur verið töluvert mikið í gangi með útgáfu nýju matreiðslubókar minnar GulurRauðurGrænn&salt, flutningar á nýtt og dásamlega heimili, ásamt öllu þessu sem maður sinnir dagsdaglega. Allt svo skemmtilegt en eðlilega verður maður nú líka þreyttur. Það var því ansi skondið að lesa fyrirsögnina í viðtali við mig i Jólablaði Morgunblaðsins sem kom út fyrr helgi sem er “Slaka og njóta”…held ég taki mig bara á orðinu.

Eitt af því sem fær mig til að slaka á eru stundir í eldhúsinu þar sem ég er að dundast við eldamennsku og bakstur. Þessa himnesku Dumle karamellubita með Rice Krispies gerði ég um helgina. Gallinn við þá, ef galla skyldi kalla,  er að þeir taka aðeins of stuttan tíma í gerð eða innan við 5 mínútur – geri aðrir betur. En vá hvað þeir eru hættulega góðir.

 

Dumle karamellubitar
90 g smjör
2 pokar Dumle karamellur
100 g Rice Krispies

  1. Bræðið smjör og karamellurnar saman í potti við vægan hita. Hrærið vel saman og takið af hellunni þegar bráðið.
  2. Bætið Rice Krispies saman við og blandið öllu vel saman. Mótið með matskeið á smjörpappír og njótið síðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.